Displaying all 11 episodes

#11 Lind og Tim Junge

Lind Völundardóttir og Tim Junge reka útgáfufyrirtækið Art 365 sem sérhæfir sig í miðlun og útgáfu á menningartengdu og sögulegu efni. Þau eru með sýningu hjá Listasafni Reykjanesbæjar þar sem sýnd eru verk eftir ýmsa listamenn sem koma frá ólíkum áttum.

#10 Gjörningaklúbburinn

Við áttum fróðlegt og skemmtilegt samtal við Eirúnu og Jóní úr Gjörningaklúbbnum.

#9 Daði Guðbjörnsson

Okkur var boðið í kaffi til Daða listamanns þar sem við áttum frábært spjall um listamannaferilinn hans, sýninguna sem hann er með hjá okkur í Listasafni Reykjanesbæjar og Sahaja Yoga-hugleiðslu.

#8 Halldór Ásgeirsson

Halldór (f. 1956) hefur búið og starfað víða, lengstan tíma á Íslandi, í Frakklandi og Japan. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar og verið valin til þess að sýna á samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Halldór er með nokkur verk á sýningunni okkar Áfallalandslag sem tengja áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast náttúruhamförum.

#7 Margrét Elísabet Ólafsdóttir

Margréti er lektor í listum við kennaradeild háskólans á Akureyri, ásmt því að starfa sjálfstætt er hún einnig sýningarstjóri á sumarsýningunni Af hug og hjarta eftir Harald Karlsson

#6 Haraldur Karlsson

Haraldur Karlsson (f. 1967) hefur sérhæft sig í gerð tilraunakenndra vídeóverka á síðustu tuttugu árum. Hann útskrifaðist með diplóma frá Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er með BA gráðu í vídeólist frá AKI (Academ of Arts and Industry) í Enschede, Hollandi. Hann lagði stuna á hljóðfræði og skynjarafræði (sonology) við Konunglega tónlistarskólann í Hague (The Royal Conservatoire of The Hague). Á árunum 1999-2009 var Haraldur umsjónarmaður nýmiðlaverkstæðis Listaháskóla Íslands. Hann er búsettur í Osló þar sem hann starfar sem listamaður en hefur dvalið á Íslandi allt síðasta ár. Haraldur tók þátt í að stofna raflistahátíðina Raflost sem er haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands, og hefur komið reglulega fram á þeirri hátíð frá upphafi.

#5 Steingrímur Eyfjörð

Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) hóf að starfa í myndlist á áttunda áratug síðustu aldar, hann hefur unnið með fjölbreytta miðla og ólík viðfangsefni m.a. menningararfleið Íslendinga, þjóðsögur og hjátrú. Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1975 og 1978, er einnig menntaður í Edinborg og Helsinki og stundaði framhaldsnám í Hollandi 1980­ – 1983. Steingrímur hefur haldið fjöldamargar einkasýningar síðan 1977, ásamt því að vera valinn til þess að taka þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og alþjóðlega. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007 með verkið Lóan er komin sem samanstendur af 13 sjálfstæðum verkum og þar á meðal er Gerðið sem sýnt er á Listasafni Reykjanesbæjar.

#4 Loji Höskuldsson

Loji Höskuldsson útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hann hefur spilað með mörgum mismunandi hljómsveitum í gegnum tíðina, s.s. Sudden Weather Change 2006-2012, Wesen, I:B:M:, Prins Póló, Tilfinningar vina minna og einnig undir sínu eigin nafni. Hann hefur spilað oft á Iceland Airwaves og Sónar Reykjavík og einnig túrað um Evrópu og Ameríku.

#3 Áslaug Thorlacius

Áslaug Thorlacius, er myndlistarkona, kennari og þýðandi, hún er skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur haldið fjölda sýninga, verið framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna og kennt í grunnskóla, háskóla og Myndlistaskólanum í Reykjavík.

#2 Aðalsteinn Ingólfsson (seinni hluti)

Aðalsteinn Ingólfsson er listfræðingur, rithöfundur og sýningastjóri. Við spjölluðum um uppvöxtinn á Keflavíkurflugvelli, samstarfið við Valgerði og Listasafn Reykjanesbæjar, um listkenningar, um listnám, um Erró og svo margt fleira.

#1 Aðalsteinn Ingólfsson (fyrri hluti)

Aðalsteinn Ingólfsson er listfræðingur, rithöfundur og sýningastjóri. Við spjölluðum um uppvöxtinn á Keflavíkurflugvelli, samstarfið við Valgerði og Listasafn Reykjanesbæjar, um listkenningar, um listnám, um Erró og svo margt fleira.

Dagur Jóhannsson tekur upp og eftirvinnur hlaðvarpið, Listasafn Reykjanesbæjar